Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 4. nóvember 2019 - 12:48

Fyrir börn, unglinga og ungmenni Lögð verður áhersla á undirbúning fyrir keppni, jafn fyrir byrjendur sem lengra komna keppendur.

Námskeiðið hefst í lok nóvember og er ætlað börnum, unglingum og ungmennum á aldrinum 10 – 21 árs. (Krakkarfædd 2010 - 1999). Kennt verður á laugardögum frá kl 9:00 – 15:00. Hver kennslustund er 30 mín og verða 2 nemendur í hverjum hóp. Kennt verður dagana 23. nóv., 7. og 14. des. og 4. og 18. jan. auk sýnikennslu 19. des. Námskeiðið endar á æfingamóti þar sem iðkendur fá einkunn með skriflegri umsögn frá dómurum.

Kennari raðar börnum í hópa eftir aldri, getu og keppnisreynslu. Þetta er eingöngu fyrir krakka sem geta komið með sín eigin hross, félagið getur ekki lánað hesta. Kennari verður Helga Rósa Pálsdóttir en hún er menntaðir leiðbeinandi og þjálfari frá Hólaskóla.

16 krakkar komast á námskeiðið

Námskeiðið kostar 10.000kr. Athugið að allir nemendur þurfa að vera félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla. Hægt er að skrá sig sem félagsmann með því að senda póst á sorli@sorli.is. Félagsgjald er frítt fyrir yngri en 18 ára.

Það er orðið fullt á námskeiðið, en hægt er að skrá á biðlista á sorli@sorli.is

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll