Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 27. febrúar 2020 - 16:39

Veturinn fer vel af stað hjá okkur í Sörla og mikið um að vera.

Öll reiðnámskeið sem í boði eru fyllast um leið og þau eru auglýst og komast færri að en vilja. Reiðmennskuæfingarnar hjá krökkunum fara vel af stað og það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim í vetur. 21 barn stunda þessar æfingar og 7 kennarar sem starfa á félagsvæði okkar sjá um kennsluna. Færri komust að en vildu, en vegna aðstöðuleysis hjá okkur þá urðum við að takmarka tímann í höllinni. Við erum í stöðugu limbói með að reyna að gera öllum til hæfis þar sem ásóknin í höllina er gríðaleg. Í apríl ætlum við að gera hvað við getum til þess að fleiri krakkar komist á þessar föstu æfingar. 

Fyrstu vetrarleikarnir tókust vel til og voru haldnir í blíðskapar veðri. Mjög góð skráning var á mótið og virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir nýir keppendur tóku þátt þrátt fyrir að fresta þyrfti leikunum um einn dag.

Félagið er búið að fjárfesta í nýju sjónvarpi og vil ég hvetja félagsmenn til að nýta sér það að koma saman á Sörlastaði og horfa t.d á Meistaradeildina í kvöld ef þeir hafa ekki tök á því að fara í Sprett.  Einnig er hægt að koma og horfa á aðrar íþróttir t.d. einhvern bolta ef áhugi er fyrir því.

Félagsgjöldin voru send út um miðjan febrúar og fjölmargir hafa nú þegar greitt þau. Athygli skal vakin á því að á síðasta aðalfundi var samþykkt að skuldlausir félagar fái aðgang að myndböndunum í WorldFeng sem margir hafa gaman af. Skuldlausir félagsmenn okkar geta því núna séð myndböndin endurgjaldslaust.

 

Nú í morgun var formaður félagsins með kynningu ásamt framkvæmdastjóra og fulltrúum úr starfshópi um reiðhallarbyggingu Sörla fyrir Bæjarráð Hafnarfjarðar. Fundurinn gekk vel,bæjarfulltrúar áhugasamir og erum við jákvæð eftir fundinn og vonumst til að við verðum komin með undirritaðan framkvæmdasamning og búið verði að skipa framkvæmdarnefnd vegna byggingar nýrrar reiðhallar innan 3-4 vikna. Það er gríðarlegt kappsmál fyrir fyrir okkur hér í Sörla að koma reiðhöllinni í áframhaldandi farveg til þess að félagið geti vaxið og dafnað. Nú eru nýja skipulagið á hesthúsalóðunum búið í kynningu og engar athugasemdir bárust. Næsta skref er að það fer til umsagnar hjá skipulagstofnun og lóðirnar verða komnar í söluferli fyrir vorið.  Við erum sannfærð um að lóðasalan á eftir að fara vel af stað ef að það er kominn undirritaður framkvæmdarsamningur og komið eitthvað plan um c.a. hvenær skuli hefjast handa við byggingu nýrrar reiðhallar og verklok.


Í hádeginu héldu framkvæmdastjóri og stjórnfund með atvinnufólkinu hér á svæðinu þ.e.a.s. með þeimsem byggja atvinnu sína á því að þjónustan og aðstaðan hjá okkur sé sem best. Mikið hefur verið deilt á stjórn og framkvæmdastjórafyrir sérlega lélega þjónustu varðandi snjómokstur en allir þeir sem sátu fundinn voru ánægðir með snjómoksturinn og þá þjónustu yfir höfuð.Atvinnumenn sögðust frekarvilja hafa svolítinn snjó yfir reiðvegum en að skafa allt alltaf niður þannig að reiðvegirnir verði grjóthörð klakabúnt. Einnig sögðum við þeim frá fundinum með bæjarráði og kom það fram hjá reiðkennurum okkar að þessi litla höll, sem við eigum, komi í veg fyrir það að þeir geti sinnt kennslu hér sem skyldi því hvorki þeir né nemendur þeirra geta leigt höllina til æfinga. Æfingarnar sem börnin stunda eru á of litlu svæði og kennararnir koma færri börnum að en vilja. Ungir keppnisknapar geta ekki fengið nema lágmarksleiðsögn. Auk alls þessa vitum við til þess að keppendur sem eru að taka þátt í Meistaradeildunum og Meistaradeild æskunnar þurfa að leita annað til að getað stundað sínar æfingar. Þetta er sérlega bagalegt því við vitum öll að hestaíþróttin, eins og aðrar íþróttir, hefur þróast og breyst svo gríðarlega með aukinni þekkingu síðastliðin 20 ár.Það er því orðið algjörlega nauðsynlegt að fá nýja reiðhöll ef Sörli á að halda í við önnur hestamannafélög á landinu. Við þurfum nauðsynlega fleiri kennslustofur/æfingavelli fyrir okkar frábæra íþrótta- og keppnisfólk og umfram allt til að geta sinnt æskunni og óvönum knöpum enn betur. Einnig bentu reiðkennararnirá að það sem vantaði til að gera félagssvæðið okkar fullkomið, þ.e.a.s þegar ný reiðhöll verður komin, er að koma upp rekstarhring á svæðinu. Stjórn fól þeim að koma með tillögu/útfærslu á rekstarhring og þá tæki stjórn málið áfram og kannaði möguleikana á slíkum rekstrarhring í samvinnu við bæjaryfirvöld.

 

ÁFRAM SÖRLI