Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 25. nóvember 2019 - 16:50

Kæru félagar.

Okkar innilegustu þakkir fyrir góða skemmtun og samveru á Árs- og uppskeruhátíðum fèlagsins sem haldnar voru með glæsibrag dagana 21. nóvember og 22. nóvember. Skemmtun af þessu tagi er ekki haldin nema með aðkomu okkar góðu sjálfboðaliða og allra gesta sem á skemmtanirnar komu. Ungir sem aldnir skemmtu sér vel og vonumst við til að þessar skemmtanir verði árvissar í framtíðinni.

 

Eftirtaldir félagar voru heiðraðir fyrir keppnisárangur:

Stigahæsta atvinnukona Sörla 2019 er Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Stigahæsti atvinnumaður Sörla 2019 er Hinrik Þór Sigurðsson.

Stigahæsti áhugamaður Sörla 2019 er Sævar Leifsson.

Stigahæsta áhugakona Sörla 2019 er Stella Björg Kristinsdóttir

Stigahæsta ungmenni Sörla 2019  er Annabella Sigurðardóttir.

Efnilegasta ungmenni Sörla 2019 er Sunna Lind Ingibergsdóttir

 

Íþróttakarl Sörla 2019 er Sævar Leifsson.

Íþróttakona Sörla 2019 er Hanna Rún Ingibergsdóttir.

 

Unglingar

1. sæti í unglingaflokki 2019 er Katla Sif Snorradóttir

2. sæti í unglingaflokki 2019 er Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

3. sæti í unglingaflokki 2019 er Jónas Aron Jónasson

 

Barnaflokkur

1. sæti í barnaflokki 2019 er Sara Dís Snorradóttir

2. sæti í barnaflokki 2019 er Kolbrún Sif Sindradóttir

3. sæti í barnaflokki 2019 er Ágúst Einar Ragnarsson

Knapi ársins í yngri flokkum 2019 er Katla Sif Snorradóttir.

Àhugasamasti eintaklingurinn í barna- og unglingaflokki er Hjördís Emma Magnúsdóttir

 

Kynbótaverðlaun ársins fengu eftirtaldir:

Lóa frá Efsta-Seli í flokki 4 vetra.

Lóa er ræktuð áf Daníel Jónssyni og Hilmari Sæmundssyni

 

Sigurrós frá Þjórsárbakka í flokki 5 vetra.

Sigurrós er ræktuð af Haraldi Þorgeirssyni

 

Ísak frá Þjórsárbakka í flokki 6 vetra.

Ísak er ræktaður af Haraldi Þorgeirssyni

 

Apollo frá Haukholtum í flokki 7 vetra og eldri.

Apollo er ræktaður af Daníel Jónssyni og Magnúsi Helga Loftssyni

 

Kynbótanefnd Sörla hefur viðhaft þá hefð að veita hæst dæmda kynbótahrossi ársins í eigu Sörlafélaga sérstaka viðurkenningu. Að þessu sinni er það Ísak frá Þjórsárbakka sem er í eigu Haraldar Þorgeirssonar / Þjórsárbakka ehf.

 

Nefndarbikarinn í ár hlaut Tækjanefnd.

 

Stjórn, framkvæmdastjóri og skemmtinefnd Sörla.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll