Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 18. október 2019 - 15:43

Lögð verður áhersla á ásetu og reiðleiðir í bland við skemmtilega leiki.

Námskeiðið hefst í lok október það er ætlað krökkum á aldrinum 6 – 14 ára.  5 börn verða að hámarki í hóp, einungis laus 10 pláss.

Kennt verður á fimmtudögum  frá kl 18:00 – 20:00 og hver kennslustund verður 50 mín. Kennt verður dagana 31.okt  7. 14. og 28. nóv, 5. og 12. des.

Kennari raðar börnum í hópa eftir aldri og getu.

Þetta er eingöngu fyrir krakka sem geta komið með sín eigin hross, félagið getur ekki lánað hesta.

Kennari verður Ásta Kara Sveinsdóttir en hún er menntaður reiðkennari  frá Hólaskóla.

Athugið að allir nemendur þurfa að vera félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla. Hægt er að skrá sig sem félagsmann með því að senda póst á sorli@sorli.is. Félagsgjald er frítt fyrir yngri en 18 ára.

Það er orðið fullt á námskeiðið, hægt er að senda póst á sorli@sorli.is til að skrá á biðlista.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll