Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 21. október 2019 - 8:31
Frá: 

Ágætu félagsmenn og konur. Mótanefndin er sem stendur að leita samstarfsaðila til að styrkja mótin okkar næsta vetur með einhverjum hætti. Við erum að leita bæði peninga- og gjafastyrkja af öllum stærðargráðum og erum opin fyrir hvers lags tillögum sem þið kunnið að hafa. Styrktarmöguleikar eru fjölmargir, en að öllu jöfnu fer upphæð styrks eftir umfangi mótsins og hvort það er opið eða lokað mót.
Mót eru ávallt kennd við aðal styrktaraðila og fær það fyrirtæki mjög góðan sýnileika í kynningu mótsins, á verðlaunagripum og meðan á móti stendur. Allir styrktaraðilar eru nefndir í kynningu og auglýsingu viðburða.
Ef þið eruð sjálf í fyrirtækjarekstri og hafið áhuga á að styðja við mótastarfið okkar, eða hafið tengsl til fyrirtækja sem þið gætuð leitað til fyrir okkar hönd með styrkbeiðni, þá látið formann mótanefndar eða aðra nefndarmenn vita.
Bestu þakkir.