Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 11. febrúar 2020 - 16:52

Á morgun miðvikudag ætlar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar að grisja nyrst í Gráhelluhrauni á milli kl 11:00-15:00

Það á að grisja trén sem skilja að reiðgötu og göngustíg þannig að hestum verði ekki eins hverft við þegar að allt í einu birtist einhver þarna á gatnamótunum.

Þeir verða með keðjusagir þannig að hestar gætu fælst en það verða settar upp stikur til aðvörunar.

Tökum tillit og förum varlega.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll