Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 11. maí 2019 - 19:37

Á 51.þingi ÍBH voru þrír Sörlafélagar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, það voru þau:

Elín Magnúsdóttir hefur lagt mikið til félagsins og unnið mikið starf og þá aðalega að uppbyggingu barna og unglingastarfsins, hún var ein af þeim sem stofnaði Æskuna og hestinn 1992, en sá barna og unglinga viðburður er enn við líði og ein sá flottasti á landsvísu.

Páll Ólafsson  hefur lagt mikið til félagsins hann hefur unnið mikið starf og var formaður félagsins um tíma, hann var einn af stofnendum fyrstu íþróttadeildar Sörla en var hún stofnuð 1979 og starfaði með henni í nokkur ár.

Stefanía B Sigurðardóttir hefur lagt mikið til félagsins og unnið mikið starf, hún var formaður skemmtinefndar í áratugi, hún sat lengi í stjórn félagsins og var gjaldkeri félagsins í mörg ár.

Innilega til hamingju.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll