Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 24. ágúst 2018 - 13:23

Forsala á ferð fyrir félaga í Hestamannafélaginu Sörla.  Þessi ferð mun vera í forsölu aðeins í skamman tíma og mun ekki vera í almennri sölu fyrr en félagar í Sörla hafa haft tækifæri til þess að bóka sig fyrst.  Takmarkaður sætafjöldi er í boði og því er það fyrstur kemur, fyrstur fær.

Ferðin

Flogið er út 7. ágúst klukkan 06:00 og lent í Berlín 11:40

Flogið er með WOW air og er 20 kg. innrituð taska innifalin.

Rúta er frá flugvelli að hóteli.

Gist er á Estrel Berlin 4* hótel í 5 nætur með morgunverði

Premium miði (Horse power sýning laugardagskvöldið innifalið), sæti í stúku fyrir miðju og er stúkan að sjálfsögðu með þaki.

Rúta frá hóteli að flugvelli

Flug heim 12. ágúst 12:25 lent 14:15

Mótið sjálft

Mótið er aftur komið til Berlínar, en það var þar síðast 2013 og sló rækilega í gegn. Aftur fer mótið fram í hinu græna Berlin-Karlshorst. En fyrir utan alla frábæru gæðingana semsýna sérstöðu sína þá eru það áhorfendurnir sem gera mót sem þessi að einstökum viðburði.

Sérstaða HM2019 er samsetningin af íslenska hestinu og nútíma þæginda. Þetta þýðir stuttar leiðir á milli staða, gisting á lágu verði og stutt í samgöngur.

Loforð frá keppnishöldurum:

Sanngjörn verð

Spennandi keppni

Gott útsýni úr öllum sætum

Litríkt markaðslíf

Hágæða verslunarmöguleikar

Alþjóðlega matreiðsla

Netgíró

Núna er hægt að greiða með Netgíró á vefsíðu okkar. Þegar kemur að greiðslu þá er hægt að velja um greiðslukort eða Netgíró.

Kortalán / Pei

Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.

Nánari upplýsingar má finna á https://www.gaman.is/hm-hestar-berlin-2019

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll