Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 23. júní 2020 - 13:27

Var haldið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Mótið var í alla staði til fyrirmyndar og vel var að öllu staðið hjá Sleipnisfólki.

Á mótinu voru nokkrir duglegir Sörlafélagar sem stóðu sig vel og voru okkur virkilega til sóma.
Ungu keppniskonurnar okkar voru þær Júlía Björg Gabaj Knudsen, Kolbrún Sif Sindradóttir og Sara Dís Snorradóttir.  

Í úrslit í barnaflokki komst Kolbrún Sif Sindradóttir á merinni Orku frá Stóru-Hildisey en hún keppti á henni í bæði Tölti T3 og Fjórgangi V2.
Kolbrún Sif varð í 6. sæti í A-úrslitum í Fjórgangi V2 með einkunnina 6,07 og í  4. sæti í B-úrslitum í Tölti T3 með einkunnina 5,78.
Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Sara Dís Snorradóttir keppti í fimi í unglingaflokki og varð í 5. sæti með einkunina 6,47.
Og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Júlía Björg og Sara Dís kepptu í unglingaflokki með góðum árangri á afar sterku móti.

Kærar þakkir flottu Sörlastúlkur. Eins og áður sagði erum við, félagsmenn í Sörla, stolt af ykkur.  

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll