Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 14. maí 2019 - 12:52

Í gær byrjuðum við að yfirfara Sörlavelli. Þá lækkuðum við staurana á beinubrautinni, það var hugað að smíðum á grind undir kynbótadómpallinn og gólfið smiðað undir pallinn.

Í kvöld á að halda áfram og völlurinn verður lokaður því það þarf að vinna efnið í brautunum, það þarf að yfirfara alla hvítu plaststaurana og festingarnar fyrir böndin, einnig á að taka til og snyrta á svæðinu.

Vonandi sjáum við sem flesta kl 18:00

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll