Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 4. júlí 2018 - 12:22

Ágætu hesthúseigendur í Hlíðarþúfum. 

Enn á einhver fjöldi húseigenda eftir að skrifa undir nýja lóðarleigusamninga. Til að hægt sé að ganga frá þeim og þinglýsa þurfa allir að skrifa undir. Að þessu sinni eru það hringir 200, 300, 400 og 500. Samningar fyrir 100 hringinn verða ekki tilbúnir til undirritunar fyrr en í lok september. Samningarnir eru til 15. ára og sú breyting er að leiguhafi er nú húseigandi í stað hestamannafélagsins. Til að skrifa undir þarf að hitta Lilju Ólafsdóttur á Fasteignaskráningu hjá umhverfirs- og skiplagsþjónustu, Norðurhellu 2. Hún fer í sumarleyfi um miðjan júlí þannig að það er um að gera að drífa sig að skrfa undir.