Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. september 2019 - 21:19

Var haldið dagana 6. til 8. september s.l. í Spretti. Strax á föstudeginum áttum við Sörlafélagar keppandann sem stóð efstur eftir forkeppni í B – flokki áhugamanna. Þetta var enginn annar en hann Sævar Leifsson okkar á merinni Pálínu frá Gimli. Það var því spennandi að fylgjast með úrslitunum þar sem að þau urðu í 2. sæti með einkunnina 8,548, aðeins 0,045 á eftir 1. sætinu.

Fleiri félagsmenn komust í verðlaunasæti á mótinu þrátt fyrir ristjótt veður. Sigurður G. Markússon varð í 6. sæti á hestinum Nagla frá Grindavík í A – úrslitum í A – flokki áhugamanna með einkunnina 8,188. Í B – úrslitum í A – flokki áhugamanna urðu Höskuldur Ragnarsson og Óðinn frá Silfurmýri í 10. sæti, Kristín Ingólfsdóttir og Tónn frá Breiðholti í Flóa urðu í 13. sæti og Hafdís Arna Sigurðardóttir og Þór frá Minni-Völlum í 14. sæti.

Nokkur fjöldi félagsmanna Hestamannafélagsins Sörla keppti á mótinu undir merkjum Sörla. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir enda um glæsilega knapa að ræða og góðan árangur. Það er því einstaklega gaman að fylgjast með okkar fólki.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll