Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 9. mars 2020 - 15:46

Mikið var um dýrðir á frábæru Vetrarmóti 2 um síðustu helgi á Hraunhamarsvellinum í Sörla.

Vetrarmótið er hefð okkar Sörlafólks en um er að ræða þriggja móta röð þar sem keppt er á beinni braut. 

Mjög mikil aukning er hvað varðar þátttöku og áhorf og okkur þykir sérlega gaman að sjá svo marga taka þátt í byrjendahóp en um helgina voru þeir 17 talsins.
Einnig fer stöðugt fjölgandi keppendum sem tilheyra æskulýðnum okkar en sá hópur er okkur afar kær. 

Þrátt fyrir kulda og trekk stóð fjöldi fólks úti að horfa en aðrir kíktu inn til Stebbu okkar og horfðu á keppnina út um gluggann.

Um kvöldið var búið að ákveða bjórkvöld sem hætt var við vegna Covid-19. Við klárlega bætum það upp síðar.

Kærar þakkir fyrir sjálfboðavinnuna, þátttökuna og áhorfið öll sömul.

Á sunnudeginum var farið í félagstúr í blíðskaparveðri. Riðið var frá Sörlastöðum gamla Kaldárselsveginn og upp í Smyrlabúð, dálítið hafði skafið í skafla á leiðinni enda við að fara um uppland Hafnarfjarðar. Við urðum fyrir því óhappi að hestur hnaut og sló höfðinu í andlit knapans. Hann fékk blóðnasir og bólgnaði ílla í andliti. Hann segist oft hafa litið betur út en stefnir á að fara í hnakkinn strax á morgun, þriðjudag ef frúin leyfir.

Það er greinilegur uppgangur í félaginu okkar. Það eru félagarnir sem gera félagsskapinn okkar skemmtilegan. Höldum áfram að gera góða hluti enn betri.

Gaman saman!!!

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll