Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 11. júní 2020 - 9:17
Frá: 

 

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að við höfum verið að fá fullt af frábærum myndum af keppendum og hestum þeirra frá mótahaldinu okkar hér í Sörla. Sá öðlingur sem staðið hefur vaktina og vill enga greiðslu fyrir er Ingvar Sigurðsson. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þessar myndir hjá honum. Frábær heimild síðar um hverjir voru hvar og hvernig þeir litu út. En þar er líka ómetanlegt og ekki síður skemmtilegt að sjá allar þessar myndir af mótahaldinu loknu. Sýnir öðrum hvað við erum að fást við, auglýsir starfið og stemmninguna, kitlar egóið hjá sumum okkar og býr til ógleymanlegar minningar, sem gaman er að skoða síðar.

Endilega skoðið myndirnar og notið að vild.

Langar að hrópa ferfalt húrra fyrir Ingvari. Ef það náðist ekki á mynd,,,, þá gerðist það ekki, þið vitið nýja mottóið.

En kæru félagar, mörgum er hægt að þakka fyrir svo margt frábært sjálfboðaliðastarf hér í Sörla en langaði bara sérstaklega að nefna þetta núna.

Takk
Atli Már

 

Myndir: Ingvar Sigurðsson - tekin á Gæðingamóti Sörla en Bjarndís Rut Ragnarsdóttir var knapi mótsins og sigurvegari í barnaflokki og hesturinn hennar Tenór var valinn gæðingur mótsins. 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll