Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 10. mars 2020 - 15:59

 

Þann 27.02. var haldinn fundur í bæjarráði Hafnarfjarðar, þar sem fulltrúar úr starfshópi um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla og Atli Már Ingólfsson, formaður stjórnar Sörla, kynntu skýrslu starfshópsins ásamt endurmati.  Einnig var rætt um að drög að samkomulagi komi inn á næsta reglubundna fund bæjarráðs, þann 12 mars.  Atli Már, f.h. hestamannafélagsins Sörla, sendi inn drög að framkvæmdasamningi til bæjarstjórnar þann 16 janúar sl. og uppfærð drög þann 22. Janúar.  Þrátt fyrir ítrekanir, hafa enn engar athugasemdir borist frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar.  Ekki er því gert ráð fyrir öðru en að framkvæmdasamningur verði kynntur og samþykktur á fundi bæjarráðs nú á fimmtudaginn.

Bent er á bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, þar sem hún telji það miður hvað það hefur dregist að svara erindi Sörla. Bæði Sörli og ÍBH hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna seinagangs.  Adda María fagnar því að gert sé ráð fyrir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.  Að lokum telur hún það mikilvægt að það komi skýrt fram að virða eigi samþykkta forgangsröðun ÍBH.

Hér fylgir linkur að fundargerðinni í heild sinni, en málefni Sörla er að finna í liði 3. https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=2001024F

 

Bestu kveðjur,
Halldóra Einarsdóttir
Sörlafélagi

 

Mynd er ekki af endanlegu útliti reiðhallarinnar.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll