Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 24. mars 2020 - 9:58

Það mega ekki vera fleiri en 5 inni í höllinni í einu.

Hver má vera inni í 20 mín á hverjum hesti, ef einhverjir bíða.

Virðum 2 metra regluna.

Hliðið á höllinni verður að vera opið og stóra hurðin líka.

Ef hreinsa þarf upp tað, sótthreinsið þá sköftin og handföngin á göfflunum með spritti, brúsar hanga á taðtunnum.
Allir verða að vera með nýja hreina einnota hanska, svo þeir komi ekki við sköftin með berum höndum.

Bannað er að geyma hross í hesthúsinu í reiðhöllinni.

Þeir sem eru í sóttkví eða eru með kvef eða flensueinkenni, það bannað að koma í reiðhöllina.

 

Þetta gerum við til þess að þurfa ekki að loka höllinni á meðan samkomubann stjórnvalda varir, knapar geta riðið inn og út án þess að koma við neitt.

Við biðjum alla lyklaeigendur að virða þann tíma sem þeir hafa greitt fyrir og þeir sem ekki eru með aðgangslykla eiga ekki að fara í höllina.

Höfðum til samvisku okkar á þessum erfiðu tímum og virðum reglur nú sem aldrei fyrr, annars verður að loka höllinni.