Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 6. desember 2017 - 15:42

Næst komandi sunnudag, 10. desember kl 16:00 verður fræðsla um öryggi í hestamennsku. Æskulýðsnefnd stendur fyrir fræðslunni í samvinnu við VÍS. Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hverju beri að huga að ef slys verða. Fyrirlesturinn er miðaður við allan aldur. Nefndinni finnst öryggismál vera málefni sem varðar alla sem stunda hestamennsku og skorar nefndin á Sörlamenn sem aðra hestamenn, á öllum aldri að sýna gott fordæmi og mæta og láta öryggismál sig varða.
Fyrirlesturinn er opin öllum og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis.
Hlökkum til að sjá sem flesta