Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 2. nóvember 2020 - 8:34

ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa sent út tilkynningu þess efnis að allar reiðhallir hestamannafélaga eiga að vera lokaðar til 17. nóvember eins og önnur íþróttamannvirki, án undantekninga.

Þið ykkar sem eruð búin að taka inn hross t.d til að fara með á námskeið og æfingar hvetjum við til að fara í góða útreiðatúra og njóta. Vonandi tekst með þessum hertu aðgerðum að drepa niður þessa bansettu veiru, þannig að við getum haldið ótrauð áfram með starfið okkar og bara daglegt líf okkar allra.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll