Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 3. febrúar 2020 - 11:46

Í gær, sunnudag, fóru formlega af stað vikulegar reiðmennskuæfingar hjá Hestamannafélaginu Sörla. Verkefnið er samvinna stjórnar, æskulýðsnefndar og reiðkennara á Sörlasvæðinu og er markmiðið að auka faglega þjálfun æskulýðsins sem aðeins er mögulegt með samvinnu við okkar frábæru reiðkennara í Sörla.

Það er sérstakt ánægjuefni hve mikil spenna er fyrir verkefninu og komust færri að en vildu. 21 eru skráðir og er það von okkar að geta bætt fleiri þátttakendum við í byrjun apríl. Þeir fagmenn sem koma að verkefninu fram á vor eru Hinrik Sigurðsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Atli Guðmundsson, Friðdóra B. Friðriksdóttir, Sindri Sigurðsson, Snorri Dal og Flosi Ólafsson.

Við erum stolt af því að geta boðið upp á skipulagðar æfingar fyrir unga fólkið okkar undir leiðsögn allra þessara fagmanna.