Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 8. janúar 2018 - 14:28

Ágætu félagsmenn 

Erindi barst frá konu sem er umsjónarmaður með skógræktarreitum við gamla Kaldárselsveginn, þar sem bent er á slæma umgengni hestamanna. Flest vitum við að það er ekki heimilt að fara með hesta út fyrir reiðgötur þar sem viðkvæmur gróður er. Það eru einstaklingar sem eru með land í fóstri víða við Kaldárselsveginn og eru að rækta þar tré. Það er skiljanlegt að fólk verði ergilegt að koma að ræktun sinni þar sem tré hafa verið nöguð. Við viljum og þurfum að lifa í sátt og samlyndi við alla þá sem nýta sér uppland Hafnarfjarðar á einn eða annan hátt. Með þessari tilkyninngu eru nokkrar myndir af skemmdunum sem um er rætt. Þessar myndir eru teknar við gamla Kaldárselsveginn.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll