Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 4. júní 2020 - 14:09

Á morgun föstudag frá kl 16:00-18:00 og á laugardag frá kl 12:00-13:00 verður hægt að sækja jakkana sem búið er að panta og greiða fyrir.

Einnig er hægt að panta sér jakka þessa tvo daga, þeir jakkar verða afhentir í lok næstu viku.

Ég fékk eitt sinn jakka og fór í hann
Og flestar stelpur þráðu heitt að hitta þennan mann...

Þetta söng Raggi Bjarna og vakti mikla lukku og þetta á svo sannarlega við um þá sem hafa fest sér kaup á Sörlajakka.

Við erum að selja glæsilega ZO-ON jakka merkta okkar frábæra félagi Sörla.

Verum vel merkt Sörla í sumar.

 

 

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll