Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 25. janúar 2019 - 15:44

Samstarfið gengur út á það að af hverri keyptri ferð hjá Gaman Ferðum munu 3.000 krónur renna til Hestamannafélagsins Sörla.

Við hefjum þetta samstarf með því að hvetja félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla til að fjölmenna á HM í Berlín með Gaman Ferðum og styrkja í leiðinni  okkar frábæra félag og félagsandann. Að auki geta Sörlafélagar haldið áfram að styrkja Sörla með því að kaupa hverskyns ferðir hjá Gaman Ferðum s.s. í sólina, á tónleika, á fótboltaleiki, í golfferðir svo eitthvað sé nefnt.

Athugið að við öll kaup á ferðum hjá Gaman Ferðum þurfa þeir sem vilja styrkja Sörla að slá inn kóðann ,,sorli“ í reit sem heitir [Afsláttarmiðar]  til að Sörli fái styrkinn.

Höfum Gaman Saman með Gaman Ferðum.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll