Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 3. nóvember 2020 - 9:34

Það er ánægjulegt að segja frá því að við Sörlafélagar eigum þrjá verðuga fulltrúa í landsliðshópnum 2021.

Hún Katla Sif Snorradóttir er í U21 landsliðshópnum

Katla Sif Snorrdóttir er fædd 2002. Hún er í Hestamannafélaginu Sörla og stundar nám við Flensborgarskóla og klárar þar núna í vor.
Katla átti góðan keppnisárangur á árinu í fjórgangi ungmennaflokki.

Og í A-landsliðshópnum eru þau Hanna Rún Ingibergsdóttir og Snorri Dal Sveinsson.

Hanna Rún Ingibergsdóttir er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni síðastliðin ár og hefur meðal annars verið í úrslitum á Íslandsmótum og Landsmótum. Hanna Rún starfar við tamningar og þjálfun í Kirkjubæ á Rangárvöllum.

Snorri Dal Sveinsson kemur nýr inn í landsliðshópinn. Snorri hefur átt frábært keppnisár á hestinum Engli frá Ytri-Bægisá I í fimmgangi. Snorri hefur átt góðan keppnisárangur og var m.a. Landsmótssigurvegari í B flokki 2006 og í 150 m skeiði 2008 og Íslandsmeistari í fjórgangi 2007, 2008 og 2009.

Til hamingju öll.

Þau hafa verið öflug á keppnisvellinum undan farin ár og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi ári.

Við Sörlafélagar getum verið virkilega stolt af þessum frábæru knöpum.

Hér má lesa nánar um A-landsliðið og U21-landsliðið og valið í þau.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll