Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 9. maí 2020 - 9:21

Búið er að opna fyrir umsóknir um viðrunarhólf á vegum félagsins umsóknarfresturinn er til kl 12:00 þann 11. maí.

Hólfin eru 26 samtals, 14 fyrir neðan Kaldárselsveg og 12 í stykkinu við hliðina á 400 hringnum, verða þau öll númeruð upp á nýtt.

Hólfunum verður deilt út þann 11. maí og heimilt verður að taka þau í notkun 20. maí.

Þeir sem hafa rétt á því að sækja um hólf eru allir hesthúsaeigendur og skuldlausir félagsmenn í Hestamannafélaginu Sörla.

Fari eftirspurn fram úr framboði verður dregið um hólfin. Það verður gert á Sörlastöðum mánudaginn 11. maí kl 18:00, ef til þess kemur, allir velkomnir ef af því verður.

Þeir sem fá úthlutuð hólf fá kröfu strax í heimabanka sem þarf að greiða fyrir 15. maí, því greiðslur þurfa að berst áður en hólfin fara í notkun.

Hér má nálgast umgengisreglur hólfana.

Umsjónarmenn hólfa girða sjálfir hver fyrir sig en til staðar eru girðingarstaurar.

Úthlutað er fyrir einn mánuð í senn og er hægt að endurnýja samninginn þegar að sá tími er liðin, einnig er hægt að ákveða að vera með hólfið allan tíman strax og greiða þá fyrir það.
Þeir sem ekki fá hólfi úthlutað geta farið á biðlista og jafnvel þá fengið hólf ef einhverjir nýta ekki alla mánuðina.

Verð fyrir einn mánuð 5000 kr.
Verð fyrir annan mánuð er 4000 kr.
Verð fyrir þriðja og fjórða mánuð er 3000 kr.

Senda skal umsókn á netfangið vidrunarholf@sorli.is og taka fram nafn, húsnúmer, götu og götunúmer og gsm símanúmer.
 

Kveðja,

Viðrunarhólfanefnd

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll