Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 20. október 2019 - 10:47

Farið verður í ferð laugardaginn 9. nóvember með unglinga og ungmenni á aldrinum 13-17 ára (árg. ´07-´02). Heimsækja á þrjá hestabúgarða á Suðurlandi.

Fyrst er ferðinni heitið austur í Rangárþing þar sem við munum heimsækja hjónin Ólaf B. Ásgeirsson og Asa Ljungberg í Sumarliðabæ og því næst heiðurhjónin Hinrik Bragason og Huldu Gústafsdóttur ásamt syni og tengdadóttur þeirra Gústaf Ásgeir og Jóhönnu Snorradóttur á Árbakka/Hestvit. Þaðan förum við á Kanslarann á Hellu þar sem nokkrum pizzu verður rent niður. Við ætlum að enda daginn á að heimsækja fjölskylduna á Sunnuhvoli í Ölfusi þau Sigurð Sigurðarson og Önnu Björg Níelsdóttur ásamt dætrum þeirra Glódísi Rún og Védísi Huld.

Mæting á Sörlastaði er kl 9 og lagt verður stundvíslega af stað kl 9:30 og er áætluð heimkoma kl 17:30. Verð í ferðina er 5000kr. Skáningu skal senda á póstfang æskulýðsnefndar: aeskulydsnefnd@sorli.is fyrir kl 22:00 þann 5. nóvember þar sem fram þarf að koma nafn og aldur þátttakanda. Þegar skráning hefur verið móttekin skal leggja þátttökugjaldið inn á bn: 0544-26-112720 kt: 640269-6509. Setja skal nafn þátttakanda í skýringu og senda kvittun á póstfang æskulýðsnefndar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Æskulýðsnefnd Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll