Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 16. mars 2019 - 10:30

Ferðinni er frestað

Unglinga- og ungmennaferð Sörla 2019 fyrir árganga ´05 - ´02

Farið verður í ferð næstkomandi laugardag, 16. mars með unglinga og ungmenni á aldrinum 14-17 ára (árg. ´05-´02). Heimsækja á tvo hestabúgarða á Suðurlandi, Sunnuhvol í Ölfusi og Votmúla í Árborg, skreppa í sund á Selfossi og fara út að borða á Ölverk í Hveragerði áður en haldið verður aftur heim á leið.

Lagt verður af stað kl 10:30 frá Sörlastöðum og er áætluð heimkoma kl 19:00. Verð í ferðina er 5000 kr. Skáningu og greiðslukvittun skal senda á póstfang æskulýðsnefndar: aeskulydsnefnd@sorli.is fyrir kl 18:00 þann 13. mars þar sem fram þarf að koma nafn og aldur þátttakanda. Þegar skráning hefur verið móttekin skal leggja þátttökugjaldið inn á bn: 0544-26-112720 kt: 640269-6509. Setja skal nafn þátttakanda í skýringu og senda kvittun á póstfang æskulýðsnefndar

Hlökkum til að sjá ykkur!

Æskulýðsnefnd Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. mars 2019 - 8:00