Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 13. febrúar 2020 - 19:00
Vettvangur: 
Sörlastaðir og nágrenni

 

Æskulýðsnefnd stendur fyrir reiðtúr n.k. fimmtudag 13. feb. kl: 19:00 í stað þess sem fresta varð í janúar vegna veðurs.
Markhópurinn eru vanir krakkar sem geta riðið út sjálf. Kastað verður toppi og farastjórar meta eftir getu hópsins og stærð hversu hratt verður farið.
Lagt verður stundvíslega af stað frá suðurgafli Sörlastaða kl 19.

Þátttakendur skulu vera í gulum endurskinsvestum, þau sem ekki eiga/mæta í slíkum vestum fá úthlutað frá æskulýðsnefndinni.
Skráningu í reiðtúrinn skal senda á aeskulydsnefnd@sorli.is

NÆSTI SKIPULAGÐI REIÐTÚR HJÁ ÆSKULÝÐSNEFND VERÐUR 19.FEBRÚAR.

Kveðja, 
Æskulýðsnefndin

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll