Folaldasýning

Á Sörlastöðum 

laugardaginn 29. mars 2025 kl. 00:00

Folaldasýning Sörla verður haldin á Sörlastöðum laugardaginn 29.mars.

Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross@gmail.com. Hámarksfjöldi folalda er 40 á sýningunni þetta árið. Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráningargjald er 5000 kr, millifært á reikning 0545-26-3615, kr 640269-6509, senda þarf kvittun á topphross@gmail.com með nafni folalds sem skýringu.

Skráning hefst þriðjudaginn 18. mars og síðasti skráningardagur er miðvikudagur 26. mars.

Aðgengið okkar að höllinni er heldur takmarkað núna en stúkan í gömlu reiðhöllinni er opin, salernisaðstaða til staðar en ekki hægt að fara upp. Aðhald fyrir folöldin verður sett upp í enda reiðhallarinnar (reiðgólfið). Veitingasala verður á staðnum.

Dómari: Jón Vilmundarson – ekki verður dæmt eftir icefoal kerfinu þar sem okkur þykir það of tímafrekt.

Folatollauppboðið verður á sínum stað og erum við komin með tolla undir glæsilega stóðhesta sem verða kynntir á næstu dögum.

Kynbótanefnd

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Folaldasýning
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Kynbótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 6. desember 2024