Skráning er hafin á folaldasýninguna sem verður haldin laugardaginn 19.mars næstkomandi kl 13:00, skráningu lýkur fimmtudaginn 17.mars (skráning til miðnættis).
Eins og fram hefur komið verður folatollauppboðið ekki af verri endanum og verða boðnir upp tollar undir Sólfaxa frá Herríðarhóli og Hersi frá Húsavík. Auk þeirra verða boðnir upp tollar undir stólpagæðingana Leyni frá Garðshorni á Þelamörk og Apollo frá Haukholtum.
*Leynir frá Garðshorni á Þelamörk náði þeim frábæra árangri að vera hæst dæmdi stóðhesturinn í bæði 4 vetra og 5 vetra flokki. Hann er undan Grósku frá Garðshorni á Þelamörk og Höfðingja frá Garðshorni á Þelamörk. Leynir státar af aðaleinkunn 8,77; 8,58 fyrir sköpulag og 8,88 fyrir hæfileika. Hann hlaut 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, tölt, brokk, skeið og fegurð í reið.
*Apollo frá Haukholtum er glæsilegur gæðingur, undan Eldingu frá Haukholtum og Arion frá Eystra-Fróðholti. Hann hlaut sinn hæsta dóm 5 vetra gamall, aðaleinkunn 8,68; sköpulag 8,76, hæfileikar 8,63. Hann er með 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, samræmi og hófa, 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, vilja og geðslag og fegurð í reið.
Við búumst við mikilli baráttu um þessa flottu folutolla!
Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com
*Nafn folalds, nafn móður og föður folalds, litur, eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt: 640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.
Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.
Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.
Kv. Kynbótanefndin