Folaldasýning ársins hjá Hestamannafélaginu Sörla – laugard. 19. mars – frábærir tollar á uppboði!

Fallegasta folaldið 

laugardaginn 19. mars 2022 kl. 13:00

Enn bætist í uppboðið! Eins og fram hefur komið verða boðnir upp tollar undir Sólfaxa frá Herríðarhóli, Hersi frá Húsavík, Leyni frá Garðshorni á Þelamörk og Apollo frá Haukholtum.  Einnig verða boðnir upp tollar undir kynbótahestinn Hring frá Gunnarsstöðum sem hefur heillað marga á brautinni og hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi, klárhestinn glæsilega Kolgrím frá Breiðholti, Gbr. og undir ungan og ósýndan hest; Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum sem er afar vel ættaður.

Hringur
Hringur frá Gunnarsstöðum

*Hringur frá Gunnarsstöðum er frábær klárhestur undan Ölmu Rún frá Skarði og Hróðri frá Refstöðum. Hann er með í aðaleinkunn 8,30, 8,20 fyrir sköpulag og 8,36 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir brokk, 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hann hlaut 1.verðlaun fyrir afkvæmi 2021. Dómsorð: Hringur gefur stór afkvæmi, þau mættu vera fríðari á höfuð, hafa oft merarskál. Hálsinn er reistur og vel settur við skásetta bóga, yfirlínan í baki er afar sterk og lendin löng. Afkvæmin hafa afar góða framhæð; eru fótahá og vörpuleg á velli. Fætur eru þurrir, réttleiki þeirra er um meðallag og hófar þokkalega gerðir. Prúðleiki á fax og tagl er rýr. Hringur gefur fyrst og fremst klárhross með tölti; þau eru hágeng, léttstíg og eiga auðvelt með að bera sig á tölti, einnig á hægri ferð, brokkið er skrefmikið. Stökkið er ferðmikið, teygjugott og hátt og hæga stökkið er takthreint og lyftingargott. Hringur gefur reist léttleikahross sem eru glæst í reið, þau eru viljug og vakandi, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi

kolgrímur
Kolgrímur frá Breiðholti

*Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. er glæsilegur klárhestur undan Sjóð frá Kirkjubæ og Hrund frá Torfunesi. Hann er með 8,39 í aðaleinkunn, 8,62 fyrir sköpulag og 8,26 fyrir hæfileika (hæfileikar án skeiðs 8,85). Þar af hefur hann hlotið 9 fyrir háls/herða/bóga, bak og lend, hófa, tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

hraunhamar
Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum

*Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum er mjög efnilegur og stórættaður stóðhestur á 4.vetur undan gæðingunum Hátíð frá Úlfsstöðum og Loka frá Selfossi.

Síðasti skráningardagur er í dag, fimmtudaginn 17.mars

Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com

*Nafn folalds, nafn móður og föður folalds, litur, eigandi og ræktandi folalds

Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

 

Dómarar: Magnús Benediktsson og Kristinn Guðnason

 

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin