GRAÐHESTAMANNAFÉLAG HESTAKARLA Í SÖRLA BOÐAR TIL SAMREIÐAR HESTAKARLA

Kótilettan - Karlpungareiðtúr 

miðvikudaginn 25. maí 2022 kl. 19:00

Graðhestamannafélag hestakarla í Sörla boðar til samreiðar hestakarla miðvikudaginn 25. maí kl. 19:00.

Dagskrá kvöldsins.

19:00 Óvissuferð 
Lagt af stað í útreiðatúr á slaginu 19:00 frá Sörlastöðum.  Einn hestur í þjálfun dugar.
Stefnt að því að koma til baka upp úr 20:00
20:30 Heimsókn í gott hús á svæðinu.

Þar verða ýmsar uppákomur sem enginn má missa af keppni, uppboð og fleira.

Skráning í keppni er opin til kl. 20:30 þ. 25. maí.

Best er að knapar fari með hesta sína heim nema keppendur sem geta fengið að setja hesta sína í gerði á staðnum. 

21:30- 23:00....

KÓTILETTAN.

Lambakótelettur í raspi í miklu magni á Sörlastöðum. Verðlaun veitt fyrir sigurvegarann

Verð kr. 6.000. Matur og bjór. Allur ágóði fer í tækjakaupasjóð Sörla.

Skráning fer fram hjá Sörla á sorli@sorli.is og greitt er við komuna í kótilettuveisluna

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 12 mánudaginn 23. maí til að tryggja að enginn fari svangur heim.
Sem fyrr er þetta viðburður sem enginn sannur hestakarl og kótilettuunnandi má láta sig vanta á.

F.h. stjórnar 
ÁHÁ

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Skemmtun og Mannfagnaður
Hvenær:
Hvar:
Veislusal Sörla og Á félagssvæði Sörla
Hver:
Graðhestamannafélagið hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 1. nóvember 2023