AF FRJÁLSUM HUG – EKKI FLÆKJA MÁLIN.

Á Sörlastöðum 

Smári og Flóki frá Svignaskarði

SÝNIKENNSLA Í KVÖLD KL. 20:00 MEÐ SMÁRA ADÓLFSSYNI.

Í kvöld ætlar Smári Adólfsson að vera með sýnikennslu í Sörla og fara yfir það hvernig hann nálgast tamningar og útreiðar.

Smári hefur verið í hestum alla sína ævi, og hún er löng. Þekkir ótal hestgerðir og hefur lent í öllu sem hægt er að lenda í.

Í kvöld fer hann yfir það hvernig hann nálgast hestamennskuna, frjálst, án þvingandi reglna og á forsendum hestsins. Gangsetningar hafa aldrei flækst fyrir Smára og hann kennir okkur trixin í kvöld.

Frítt inn og einn kaldur fylgir með.

Sjáumst hress kl. 20:00 í kvöld.