Æfingar og námskeið

Smitgát og sótthví í íþróttum 

Nú eru Reiðmennskuæfingar og önnur námskeið komin í gang aftur á nýrri önn.

Hestamennskan er vissulega ekki snertiíþrótt og náin samksipti oftast í lágmarki en það er mikilvægt að þeir sem finna til einhverra einkenna mæti ekki í tíma.

Hér eru hlekkir sem Íþótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent á alla sambandsaðila iðkendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um smitrakningu og sótthví í íþróttastarfi. Einnig er hægt að skoða viðmið smitrakningateymis hér á covid.is

Hér er hægt að lesa allt um smitgát og hér um sóttkví en að lokum er vert að benda á breyttar reglur um sóttkví fyrir einstaklinga sem hafa verið þríbólusettir eða fengið tvær bólusetningar og fengið COVID-19. Allt um nýja reglugerð í tengslum við sóttkví má lesa hér á vef Heilbrigðisráðuneytisins.

Ef iðjkandi greinist jákvæður er nauðsynlegt að láta yfirþjálfara vita svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir meðan rakning er í gangi, það er í samræmi við ósk frá yfirvöldum um að skólar og íþróttastarf aðstoði við forvinnu rakningar á meðan eiginleg rakning stendur yfir.