Þann 16. febrúar fór fram keppni í fjórgangi í áhugamannadeild Spretts, Samskipadeildinni.
Fjórgangskeppnin var fyrsta mót deildarinnar á árinu og það er alltaf mikið líf í kringum deildina sem er í senn liða- og einstaklingskeppni.
Af okkar fólki sem tók þátt gerði Didda Ingólfs hörkumót og reið sig beint inn í A-úrslit og endaði að lokum í þriðja sæti á Ásvari frá Hamrahóli með 6,90.
Frábær árangur inn í nýtt tímabil og við fylgjumst vel með framhaldinu í deildinni hjá okkar fulltrúum.
Áfram Sörli