Árs- og uppskeruhátíð fullorðinna 2022 - síðasti skáningadagur er á morgun þriðjudag

Dansskór og partýgalli 

Kæru Sörlafélagar og aðrir góðir gestir!

Nú er loksins komið að því á ný að við fjölmennum og skemmtum okkur saman og því ekki seinna vænna að blása til veislu eins og okkur Sörlafólki sæmir!

Árs- og uppskeruhátíð Sörla og allsherjar skrall sem verður án nokkurs vafa eftirminnilegasta skemmtun seinni ára!

Veisluhöldin munu fara fram laugardaginn 19. nóvember í glæsilegum sal FH-inga, Sjónarhóli. Veitingarnar verða svo sannarlega ekki af verri endanum, við erum að tala um þriggja rétta dæmi frá snillingnum Silla kokk. Veislustjórn verður að sjálfsögðu í höndum Sörlafélaga eins og áður og eru á ferð sannir reynsluboltar sem hafa vakið mikla eftirtekt og athygli nú þegar í partý bransanum. Partý-sveitin Steinliggur og mun halda öllum vel við efnið á dansgólfinu!

Húsið opnar kl 18:09 með flugeldasýningu, pompi og prakt.
Borðhald og skemmtun mun svo hefjast á slaginu 19:09 og hljómsveitin byrjar að spila fyrir dansi kl 21:49.
Miðaverð er 9.900 kr en einnig verður hægt að kaupa miða eingöngu á ballið sem kostar 4000 kr (hleypt inn kl 21:49).


Þetta verður ógleymanleg kvöldstund sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Nú fer hver að verða síðastur. Ath. takmarkaður miðafjöldi í boði - svo fyrstur kemur fyrstur fær! Hægt er að tryggja sér miða með því að senda tölvupóst á skemmtinefnd@sorli.is með nafni, símanúmeri og fjölda miða.

Nú er komin tími til að dusta rykið af dansskónum og draga fram partýgallann!

Hlökkum til að sjá ykkur !
Skemmtinefnd Sörla