Kæru félagsmenn
Við höfum reglulega þurft að minna félagsmenn á að fegra umhverfi sitt hér á félagssvæðinu. Því miður er snyrtimennsku enn ábótavant hjá mörgum og biðlum við enn og aftur til félagsmanna að huga að sínu umhverfi.
Það sem verra er að nýverið fengum við ábendingu frá nágrönnum okkur í skógræktinni þar sem að haugi af rusli hafi verið hent í Björnslund í Seldal. Óhætt er að fullyrða að ruslið komi frá hestamanni þar sem um var að ræða t.d. ónýta brynningarskál, hófhlífar, plast utan af sagi, ónýtt hey og annað almennt rusl úr hesthúsi. Þetta er náttúrulega algjörlega ólíðandi og fáránlegt að fullorðnu fólki skuli detta í hug að henda haug af rusli þarna. Þar sem við viljum búa í sátt og samlyndi við okkar nágranna sáum við okkur ekki annað fært en að fjarlæga þetta rusl. Næg eru verkefnin sem þarf að sinna hjá félaginu og við getum sennilega flest verið sammála um að það sé óþolandi að starfsmaður félagsins eða sjálfboðaliðar þurfi að hreinsa upp rusl og fara með á haugana fyrir aðra. Við verðum bara að gera betur.
F.h. stjórnar Sörla
María Rúnarsdóttir