Dimbilvikusýning Spretts

Í Spretti 

Ræktunaratriði Sörla sló í gegn á Dymbilvikusýningu Spretts og unnu þau klappkeppnina.

Fyrir okkar hönd fóru Steinunn Gunnlaugsdóttir og Hekla frá Svartabakka, Bjarndís Rut Ragnarsdóttir og Meistari frá Hafnarfirði, Helgi Freyr Haraldsson og Adrían frá Strönd II, Fanndís Helgadóttir og Helma frá Ragnheiðarstöðum, Guðbjörn (Bubbi) Kristjánsson og Nína frá Áslandi og Sigurður Dagur Eyjólfsson og Ás frá Áslandi.