Flensborgarhlaupið verður 19. september

Tilkynning frá Flensborgarskóla 

Kæru íbúar / og hestafólk

Við í Flensborgarskólanum, heilsueflandi framhaldsskóla, ætlum að halda Flensborgarhlaupið okkar þriðjudaginn 19. september nk. kl. 17.30. Við vildum gjarnan láta vita af þessu í þeim hverfum þar sem íbúar verða mögulega varir við viðburðinn.

Rásmarkið er við Flensborgarskólann. Þaðan er hlaupið upp Selvogsgötu (á gangstétt) og áfram um Öldugötu (gangstétt) og svo áfram á gangstétt meðfram Kaldárselsvegi.

Hjá hringtorgi við Ásbraut (Sörlatorg) þarf að fara yfir Kaldárselsveg og einnig fara hlauparar yfir gangbraut neðst í Brekkuási. Hlaupið verður svo áfram á nýju gangstéttinni sem liggur meðfram Kaldárselsvegi. Lengsta hlaupið er 10 km og þarf því hluti hlaupara að fara yfir Hvaleyrarvatnsveg sem liggur niður að Hvaleyrarvatni.

Götur verða ekki lokaðar, en brautarverðir munu stöðva umferð þegar hlauparar fara framhjá og því gætu einhverjar tafir orðið á umferð. Mikilvægt er fyrir okkur að fólk sýni hlaupurum tillit, sem og því fólki sem mun standa vaktina við brautarvörslu.

Hægt er að lesa nánar um hlaupið hér.

Flensborgarhlaupið er alltaf styrktarhlaup. Í ár styrkjum við Ungt fólk og CP – jafningjafræðsla og stuðningur á vegum CP félagsins á Íslandi.

https://cp.is/fraedsla/

Með fyrirfram þökkum, Flensborgarskólinn – heilsueflandi framhaldsskóli