Flugstart í vetrarþjálfunina - sýnikennsla

Sýnikennsla 

Flugstart á vetrarþjálfunina er haldin í samstarfi við fræðslunefnd Sörla, haldið á Sörlastöðum í Hafnarfirði og í streymi.

Stebbukaffi verður með veitingasölu á kennslusýningunni, og húsið mun opna 18:30 svo hægt er að mæta fyrir sýninguna og fá sér súpu og meðlæti hjá Stebbu áður en við byrjum, og svo verður veitingasalan opin yfir kvöldið á meðan á sýningunni stendur.

Upplagt að fá sér kvöldmat á fínu verði, setjast og spjalla og svo byrjum við kl 19:30.

Hinrik Þór mun sýna 3 hross í sýnikennslunni, tvö 5 vetra hross sem eru að taka sín fyrstu skref í skipulagðri, reglulegri þjálfun ásamt einum eldri, reyndum keppnishesti. Einnig verður knapi honum til aðsoðar við nokkur atriði í sýningunni.

Fimmtudagskvöld 15. desember á Sörlastöðum í Hafnarfirði

kl. 19:30 (húsið opnar 18:30 og hægt að kaupa sér kvöldverð hjá Stebbu)

Verð: 2500 kr. (frítt inn fyrir 12 ára og yngri)

Skráning hjá hinriksigurdsson@gmail.com eða PM hér á Facebook.

Við skráningu, vinsamlegast takið fram hvort þið séuð á staðnum eða fylgist með í streyminu.