Folaldasýning - Fyrstu tveir tollarnir á uppboðinu

Glampi og Seiður 

Folatollauppboðið verður á sínum stað og hér kynnum við fyrstu 2 tollana á uppboði!

Seiður frá Hólum
Seiður frá Hólum er frábær alhliða gæðingur undan heiðursverðlaunaforeldrunum Trymbli frá Stóra-Ási og Ösp frá Hólum. Hann var sýndur eftirminnilega síðastliðið sumar þar sem hann hlaut 8,63 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8,93 fyrir hæfileika. Sýnandi var Konráð Valur Sveinsson.
Ræktandi Seiðs er Hólaskóli og eigandi er Sveinn Ragnarsson og þökkum við honum kærlega fyrir þennan frábæra toll.

Glampi frá Skeiðháholti
Glampi er alhliða gæðingur sem fór í frábæran dóm síðastliðið sumar, sýndur af Guðmundi Friðriki Björgvinssyni. Hann hlaut 8,45 fyrir sköpulag og 8,65 fyrir hæfileika. Glampi er undan gæðingaföðurnum Draupni frá Stuðlum og Hrefnu frá Skeiðháholti. Ræktandi og eigandi hans Tanja Rún Jóhannsdóttir og þökkum við henni kærlega fyrir þennan flotta toll.

Vonumst til að sjá sem flesta !

Kynbótanefnd
Sörla

Seiður frá Hólum
Glampi frá Skeiðháholti