Folaldasýning Sörla 2022 - Úrslit

Folöldin voru hvert öðru glæsilegra 

Folaldasýning Sörla var haldin laugardaginn 19. mars og var 41 folald skráð til leiks. Folöldin voru hvert öðru glæsilegra og fór það svo að 7 folöld voru valin í úrslit í báðum flokkum.

Dómarar voru Magnús Benediktsson og Kristinn Guðnason.

Folatollauppboðið tókst mjög vel og þökkum við eigendum stóðhestanna kærlega fyrir veittan stuðning en boðnir voru upp tollar undir; Apollo frá Haukholtum, Hersi frá Húsavík, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Hring frá Gunnarsstöðum, Kolgrím frá Breiðholti Gbr., Leyni frá Garðshorni á Þelamörk og Sólfaxa frá Herríðarhóli.

Sigurvegari í flokki merfolalda var Skíma frá Áslandi, rauðblesótt undan Ský frá Skálakoti og Sóldögg frá Áslandi, hún var einnig valin glæsilegasta folald sýningarinnar og hlaut Þjórsárbakkabikarinn eftirsótta. Eigendur og ræktendur eru Kristín Þorgeirsdóttir og Þorgeir Jóhannesson.

Sigurvegari í flokki hestfolalda var Svalur frá Þjórsárbakka, rauðskjóttur undan Surtsey frá Þjórsárbakka og Ísaki frá Þjórsárbakka. Eigandi og ræktandi er Svandís Magnúsdótti

Kristín Þorgeirsdóttir
Kristín Þorgeirsdóttir annar eigandi Skímu sigurvegara í flokki merfolalda og Skíma var einnig valin glæsilegasta folaldið
Kristín Þorgeirsdóttir
Kristín Þorgeirsdóttir og Guðmundur Viðarsson í Skálakoti
Eigendur fimm efstu merfolaldanna
Eigendur fimm efstu hestfolaldanna

Hér koma úrslitin:

Merfolöld:
  1. Skíma frá Áslandi
    Litur: Rauðblesótt
    Móðir: Sóldögg frá Áslandi
    Faðir:  Skýr frá Skálakoti
    Ræktendur og eigendur:  Kristín Þorgeirsdóttir og Þorgeir Jóhannesson

  2. Vordís frá Svignaskarði
    Litur: Brún
    Móðir: Védís frá Jaðri
    Faðir: Ljósvaki frá Valstrýtu
    Ræktandi og eigandi: Guðmundur Skúlason

  3. Hending frá Ragnheiðarstöðum
    Litur: Brún
    Móðir: Hrund frá Ragnheiðarstöðum
    Faðir: Apollo frá Haukholtum
    Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson

  4. Sverta frá Þórustöðum
    Litur: Brún
    Móðir: Ársól frá Bakkakoti
    Faðir: Auður frá Lundum
    Ræktendur og eigendur: Valka Jónsdóttir og Guðni Kjartansson

  5. Stör frá Stíghúsi
    Litur: Rauðskjótt
    Móðir: Álöf frá Ketilsstöðum
    Faðir: Spaði frá Stuðlum
    Ræktandi og eigandi: Guðbr. Stígur Ágústsson

  6. Lukkudís frá Skeggjastöðum
    Litur: Rauðskjótt, blesótt
    Móðir: Stjarna frá Skeggjastöðum
    Faðir: Veigur frá Skeggjastöðum
    Ræktendur og eigendur: Halldór Kristinn Guðjónsson og Erla Magnúsdóttir

  7. Nóta frá Áslandi
    Litur: Brúnblesótt

    Móðir: Apríl frá Ytri-Skjaldarvík

    Faðir: Viðar frá Skör

    Ræktendur og eigendur:  Kristín Þorgeirsdóttir og Þorgeir Jóhannesson

Hestfolöld:
  1. Svalur frá Þjórsárbakka
    Litur: Rauðskjóttur, blesóttur
    Móðir: Surtsey frá Þjórsárbakka
    Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
    Ræktandi og eigandi: Svandís Magnúsdóttir

  2. Huginn frá Hafnarfirði
    Litur: Rauðblesóttur
    Móðir: Vænting frá Hafnarfirði
    Faðir: Hnokki frá Eylandi
    Ræktendur og eigendur: Bryndís Snorradóttir og Snorri Rafn Snorrason

  3. Huginn frá Svignaskarði
    Litur: Grár
    Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði
    Faðir: Skýr frá Skálakoti
    Ræktandi og eigandi: Guðmundur Skúlason

  4. Tinni Páll frá Varmalandi
    Litur: Móbrúnn
    Móðir: Pála frá Naustanesi
    Faðir: Forkur frá Breiðabólstað
    Ræktendur og eigendur: Hannes Brynjar Sigurgeirsson og Ástríður Magnúsdóttir

  5. Rökkvi frá Stíghúsi
    Litur: Rauður
    Móðir: Sól frá Auðsholtshjáleigu
    Faðir: Ljúfur frá Torfunesi
    Ræktandi og eigandi: Brynhildur Arthúsdóttir

  6. Hlynur frá Ragnheiðarstöðum
    Litur: Brúnn
    Móðir: Hátign frá Ragnheiðarstöðum
    Faðir: Hrannar frá Flugumýri
    Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson

  7. Meistari frá Völlum
    Litur: Rauðskjóttur
    Móðir: Eir frá Einhamri 2
    Faðir: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
    Ræktendur og eigendur: Elvar Þór Björnsson og Auður Ásbjörnsdóttir