Hestamannafélagið Sörli óskar eftir starfskrafti

Undirbúningur fyrir Íslandsmót 

Hestamannafélagið Sörli óskar eftir einstaklingi til starfa við undirbúning á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga sem haldið verður dagana 15 - 18. júlí næstkomandi á Hraunhamarsvellinum.

Viðkomandi kemur til með að starfa náið með starfshópi á vegum félagsins.
Starfið gæti hentað nemum í viðskiptafræði, markaðsmálum, fjölmiðlun eða verkefnastjórnun.

Starfslýsing:
Verkefnastjórn – undirbúningur á mótsvæði og utanumhald á heildarskipulagi mótsins.
Kynningarmál
Afla styrkja

Hæfniskröfur:
Viðkomandi þarf að skila staðfestingu á skólavist fyrir vor eða haustönn 2021.
Hreint sakavottorð
Starfsmaður verður að vera orðinn 18 ára
Ábyrgð og áreiðanleiki
Lipurð og sveiganleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi

Umsækjanda stendur til boða allt að 280 tímar yfir sumarið og starfið er í gegnum Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hlíf stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2021.

Viðkomandi verður að geta hafið störf strax.

Umsóknir sendist á sorli@sorli.is

Frekari upplýsingar gefur Didda sími 897 2919