Keppnisæfingar úti á velli!

 

Á laugardaginn 22. maí og mánudaginn 24. maí verða æfingar úti á hringvelli ætlaðar þeim börnum, unglingum og ungmennum sem hafa hug á að taka þátt í gæðingamóti Sörla.

Hinrik Sigurðsson reiðkennari og Sigurður Emil Ævarsson, einn reyndasti dómari landsins verða krökkunum innan handar og gefa ráð við uppsetningu á prógrammi og sitthvað fleira.

Á laugardaginn erum við með völlinn bókaðan kl 10:00-13:00 og mánudaginn 17:00-20:00.
Völlurinn er lokaður fyrir aðra á meðan.

Æfingarnar eru ókeypis í boði félagsins en það þarf að skrá sig á hvora æfingu um sig.

Það má alveg skrá sig á báðar en við setjum í forgang að sem allra flestir komist að minnsta kosti á aðra æfinguna.

Skráning og upplýsingar hjá Hinna yfirþjálfara og skráningu lokar á hádegi á föstudaginn 21 maí.
hinriksigurdsson@gmail.com

Hlökkum til að sjá krakkana.