Lokamót Líflands og æskunnar var háð um síðustu helgi. Hún Sara Dís Snorradóttir keppti þar í gæðingaskeiði PP1 með glæsilegum árangri en hún landaði 4 sætinu á Djarfi frá Litla-Hofi.
Innilega til hamingju með þetta Sara Dís.
Kolbrún Sif Sindradóttir keppti í Tölti T2 á hestinum Byl frá Kirkjubæ og var hún rétt fyrir utan B-úrslit eða í 12. sæti í forkeppninni. Flottur árangur það líka.
Sörli hefur átt þessa tvo glæsilega fulltrúa í Meistaradeild Líflands og æskunnar í vetur. Þær hafa tekið þátt með góðum árangri.
Glæsilegar stúlkur og fulltrúar yngri kynslóðar Sörla.
Áfram Sörli.