Gossvæðið ekki æskilegt dýrum

Ekki fyrir dýr 

Í ljósi þess að eitthvað hefur verið um að hestamenn hafa riðið inn að gosstöðvunum vil Sörli benda á að Matvælastofnun, sem m.a. annast velferð dýra, hefur komið því á framfæri að ekki sé æskilegt að fara með hunda inn á gosstöðvarnar vegna þeirra aðstæðna sem þar eru. https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/hundar-og-gosstodvar

Sama á í raun við um öll dýr. Þetta er vegna eitraðra gastegunda á svæðinu, styrk flúors í umhverfinu og að raki á svæðinu og úrkoma er mjög súr. Sýrurnar geta sest í feldinn á dýrunum og sýran og gasið ert augu og lungu þeirra. Með vísan til þessa er ekki æskilegt að vera með hesta á svæðinu.

Varðandi hagabeitarsvæðið okkar í Krýsuvík þá mun Matvælastofnun koma með leiðbeiningar varðanda sauðfjárbeit og hrossabeit á Reykjanesinu í sumar inn á heimasíðu sína en það er verið að skoða þessi mál innan stofnunarinnar.