Frambjóðendur koma og heimsækja Sörla

Öllum flokkum boðið 

Við höfum ákveðið að bjóða fulltrúum frá öllum listum sem bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum hér í Hafnarfirði í vor í heimsókn til okkar. Við ætlum fara yfir áherslur okkar varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf og uppbyggingu á félagssvæðinu okkar.

Fundirnir verða á mánudag og miðvikudag frá kl. 20:00 – 22:00 bæði kvöldin og fjórir flokkar koma hvort kvöld. Hver flokkur verður í 30 mín.

Við viljum hvetja alla félagsmenn til að koma og kynna sér hvað forysta allra flokka ætlar að gera fyrir okkur eftir komandi kosningar.