Framkvæmdir í dag 7. des

Efni fyrir neðan Hlíðarþúfur 

Í dag þriðjudaginn 7. desember verður efninu fyrir neðan Hlíðarþúfur keyrt í gamla Kaldárselsveginn.

Vinnuvélar verða því á svæðinu og biðjum við alla knapa að fara varlega og vera vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast, sýna þolinmæði, skilning og tillitsemi.