Framkvæmdir við Sörlastaði

HS veitur 

Færsla á háspennu vegna nýrrar reiðhallarbyggingar hófst í gær.

Nú megum við búast við ýmsum framkvæmdum við reiðhöllina okkar og hvetjum við alla reiðmenn til að fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast þar.

Einnig viljum við hvetja alla að sýna þessu skilning og þolinmæði því undirbúnigsframkvæmdir við nýja reiðhöll eru rétt að byrja og eiga eftir að standa yfir í alllangan tíma.

HS veitur stefna á að klára þessa færslu í þessari viku.

Það eru spennandi tímar framundan.

Áfram Sörli