Kæru félagsmenn, keppendur og aðstandendur keppenda á Gæðingaveislu Sörla 2020 og Furuflísar sem haldin verður á Hraunhamarsvellinum.
Á morgun hefst Gæðingaveisla Sörla sem er skemmtilegt síðsumarsmót sem haldið hefur verið hjá okkur undanfarin ár.
Okkur öllum, sem komum að þessu móti, ber að virða nýjar sóttvarnarreglur Landssambands hestamannafélaga sem samþykktar voru nýverið af ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum [sjá pdf-skjal hér að neðan].
Við biðlum því til þátttakenda mótsins og aðstandenda þeirra að kynna sér reglurnar vel og að virða þær í hvívetna því reglur eru reglur og okkur ber að fylgja þeim.
Því miður er ALGJÖRT ÁHORFENDABANN á þessu móti eins og öllum íþróttakeppnum sem eru á vegum félaga innan ÍSÍ og engin veitingasala verður á mótinu.
Öll Gæðingaveislan verður aðgengilegt í beinni á www.alendis.tv og í Appinu "Alendis" í App-store. Þar er hægt að kaupa áskrift og fylgjast með mótinu og skoða öll þau mót sem hesta-sjónvarpsstöðin Alendis TV hefur sýnt frá í vor og sumar. Mánaðaráskrift er 3.500 kr og hægt er að horfa á allt sem er á dagskrá á meðan áskriftin varir auk þess sem að opið verður fyrir allt eldra efni.
Sóttvarnarfulltrúi Sörla