Gærdagurinn

Fréttir af Sörlafólki 

Opna síðsumarsmót Spretts heldur áfram um helgina og í gær, laugardag, var keppt í mörgum greinum og stóð fólkið okkar sig vel eins og venjulega.

Í Fjórgangi V2 í barnaflokki og Tölti -T3 í ungmennaflokki eigum við Sörlafélagar glæsilegar keppnisstúlkur í efstu sætunum eftir forkeppni. Það eru þær Kolbrún Sif Sindradóttir á merinni Orku frá Stóru-Hildisey sem eru í 1. sæti í Fjórgangi V2 - barna og Katla Sif Snorradóttir og Börkur frá Dýrfinnustöðum sem eru í 1. sæti í Tölti - T3 í ungmennaflokki

Niðurstöður laugardagsins eru glæsilegar

Fjórgangur V2 – Barnaflokkur
1. sæti Kolbrún Sif Sindradóttir og Orka frá Stóru-Hildisey

Fjórgangur V2 – Unglingaflokkur
3. sæti Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri-Bægisá I

Fjórgangur V2 – Ungmennaflokkur
3. sæti Katla Sif Snorradóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum
14. sæti Annabella R Sigurðardóttir og Glettingur frá Holtsmúla 1

Fjórgangur V2 – 2. Flokkur
3-4. sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Auður frá Akureyri
8. sæti Iris Dögg Eiðsdóttir og Ylur frá Ási 2

Fjórgangur V2 – 1. Flokkur
6. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

Tölt T1 – Meistaraflokkur
4. sæti Anna Björk Ólafsdóttir og Flugar frá Morastöðum

Tölt T2 – Meistaraflokkur
2. sæti Anna Björk Ólafsdóttir og Eldey frá Hafnarfirði
3. sæti Snorri Dal og Engill frá Ytri-Bægisá I

Tölt T3 – 1. Flokkur
6-8. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

Tölt T3 – 2. Flokkur
5. sæti Eyjólfur Sigurðsson og Draumur frá Áslandi
6. sæti Eyjólfur Sigurðsson og Ofsi frá Áslandi

Tölt T3 – Ungmennaflokkur
1. sæti Katla Sif Snorradóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum
6. sæti Aníta Rós Róbertsdóttir og Sólborg frá Sigurvöllum

Tölt T3 – Unglingaflokkur
6. sæti Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri-Bægisá I

Í dag fara síðan fram úrslit í öllum greinum og við erum spennt að heyra hvernig þau fara. Okkar frábæra fólk er, eins og sjá má, að gera frábæra hluti.

Áfram Sörlafólk!!

Áfram Sörli!!